259. tbl. 13. árg.
Í gær sagði íþróttablað Morgunblaðsins frá því að Haukar og Selfoss, sem á næsta ári munu leika í efstu deildinni í knattspyrnu, eigi í heimavallarvandræðum. Núverandi vellir þeirra uppfylli nefnilega ekki „skilyrði KSÍ“. Og hvers vandamál er það, að mati íþróttablaðs Morgunblaðsins? Jú ,auðvitað: „Forráðamenn Hauka og Selfoss ásamt bæjaryfirvöldum á báðum stöðum þurfa að takast á við erfitt verkefni á komandi vikum og mánuðum. Vandamálið sem félögin glíma við er það hvar þau eigi að spila heimaleiki sína í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð…“
Auðvitað er þetta orðið að erfiðu verkefni útvarsgreiðenda í Hafnarfirði og á Selfossi. En ekki hverra?