Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands vita vel hvaða „fyrirvara“ séníin í fjárlaganefnd komu sér saman um. Samt heyrist ekki frá þeim orð, enn sem komið er. Hvort ætli það sé til marks um að þau séu himinlifandi með „fyrirvarana“, eða trítilóð?
H ver sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiðir atkvæði með icesave-ánauðinni, með eða án þeirra „fyrirvara“ sem til stendur að setja, á tafarlaust að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og ganga formlega til liðs við Samfylkinguna. Tafarlaust.
Þ að er út af fyrir sig ekkert við það að athuga, að bresk og hollensk stjórnvöld vilji ná sem mestu út úr íslenskum skattgreiðendum. Þeim er auðvitað heimilt að gera fráleitar kröfur og ganga á lagið þegar þau finna að fyrirstaðan er engin. Það sem ekki er í lagi, er fullkomið viljaleysi íslenskra stjórnvalda til þess að standa vörð um hagsmuni Íslands.
Hvað getur eiginlega vakað fyrir þeim? Það getur varla verið að núverandi stjórnvöld vilji hreinlega að tjón íslenskra skattgreiðenda verði sem mest, til þess að geta kennt forverum sínum um það til eilífðar. Eða hvað? Hvað skýrir það að forysta vinstrigrænna, að ekki sé talað um Samfylkinguna, eru áköfustu talmenn ítrustu krafna Breta og Hollendinga, en hafna öllum íslenskum sjónarmiðum?