Þriðjudagur 2. júní 2009

153. tbl. 13. árg.

N ú er mikið rætt um að fækka þurfi háskólum á Íslandi því menn hafi vart lengur efni á háskóla á hverri þúfu. En menn deila eðlilega um leiðir og enginn háskóli kærir sig að vera tekinn yfir af öðrum eða lagður niður. Er þá ekki bara einfaldast að þeir skólar sem á undanförnum árum hófu að kalla sig háskóla í stað bænda-, samvinnu- eða leirlistarskóla taki upp sín fyrri nöfn og leysi þetta vandamál?

H áttvirt Birgitta Jónsdóttir alþingismaður vildi ekki mæta við messu í þingsetningu á dögunum. Hins vegar hefur hún miklar áhyggjur af því að þingmenn vilji ekki allir sem einn hitta marxista sem telur sig einhvers konar guð.