N ýtt félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur gert tilboð í fjölmiðla félagsins 365 hf. sem er að stórum hluta í eigu félaga og félaga á vegum Jóns Ásgeirs. Jón Ásgeir er formaður stjórnar.
Hið nýja fjölmiðlafélag Jóns Ásgeirs heitir Rauðsól ehf.
Eins og málin standa er best að koma til dyranna eins og maður er klæddur.
E inar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur lýsti því áliti sínu í fréttum Stöðvar 2 í gær að óráðlegt væri að fækka sendiskrifstofum Íslands á næstunni því landið orðspor landsins hefði beðið hnekki. Meðal þeirra staða sem utanríkisþjónustan starfrækir sendiskrifstofur eru Malaví, Sri Lanka, Mósambík, Brussel, Namibía, og Úganda. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að sendiráð og fastanefndir munu kosta ríkið um 2 og hálfan milljarð króna og stór hluti kostnaðarins er í erlendri mynt.
Ætli þetta álit stjórnmálafræðingsins hafi nokkuð með það að gera að utanríkisþjónustan er mikill starfsvettvangur fyrir stjórnmálafræðinga?
Er land þar sem atvinnuleysi fer aldrei niður fyrir 8% góð fyrirmynd? |
A f fréttum helgarinnar að dæma er raunveruleg hætta á því að Íslandi verði breytt í Finnland á næstu árum. Finnland er fyrirmynd Samfylkingarinnar og þar með Morgunblaðsins og Fréttablaðsins eins og sjá má í leiðurum blaðanna í dag. Egill og Spegill Ríkisútvarpsins tölta með að vanda.
Áður en Sovétríkin hrundu var atvinnuleysi í Finnlandi jafnan milli 3 og 4%. Síðan gengu Finnar í ESB og atvinnuleysið hefur aldrei farið niður fyrir 8%. Finnar höfðu það með öðrum orðum betra á þennan mælikvarða í nánu viðskiptasambandi við CCCP en ESB.
Finnar hafa heldur aldrei náð niður fyrir meðalatvinnuleysið í ESB (nú 8%) þótt liðin séu 16 ár síðan þeir sóttu um aðild að ESB og 13 síðan þeir fengu hana.
Finnar hafa aldrei komist út úr kreppunni.