Laugardagur 16. ágúst 2008

229. tbl. 12. árg.

Þ eir eru ekki svo fáir, skrifstofumenn Evrópusambandsins. Á vegum stofnana þess munu nú starfa um eitthundrað og sjötíuþúsund manns, samkvæmt úttekt hugveitunnar Opinnar Evrópu, og þarf ekki að efast um að gagnsemi þeirra er mikil. Um fjörutíu og fimm þúsund manns starfa í ótal sérfræðinganefndum Evrópusambandsins, sem allar eru afar faglegar og gagnlegar, eins og nefndir eru raunar yfirleitt.

Evrópusambandið heldur úti ótal sérfræðinganefndum, sem gætu sem best tekið við íslenskum sérfræðingum þegar starfsmönnum íslensku evrópusetranna og iðnfyrirtækjanna hefur tekist að tala Ísland inn í sambandið. Þar má nefna mjög þýðingarmikla sérfræðinganefnd um lyftutilskipunina, þar sem nú starfa áttatíu og fjórir starfsmenn, og velta fyrir sér flóknum og áríðandi málum er varða lyftur í húsum, en nákvæm fyrirmæli um uppsetningu þeirra eru gefin í tilskipun númer 95/16/EC; Ekki eru þeir veigaminni þeir sjötíu sem sem sitja í litarefnanefndinni þó þeirra störf séu ekki eins brýn og félaga þeirra í The Mineral Water Expert Group.

Þarna sitja þúsundum saman, ókosnir “sérfræðingar”, og skipta sér af lífi fólks. Allt mjög “faglegt” og þess vegna hafa þeir ekkert lýðræðislegt aðhald, og þess vegna geta þeir farið sínu fram.