N ú þegar harðnar á dalnum í efnahagslífi Vesturlanda telja ýmsir að þar sé komið langþráð tækifæri til að gagnrýna frjálsan markað, að svo miklu leyti sem viðskipti á Vesturlöndum eru frjáls. Og það er meira að segja mjög líklegt að þessi gagnrýni muni hafa þau áhrif að þrengt verði að frelsi manna með ýmsum hætti. Fleiri reglur og meira eftirlit með fyrirtækjum eru þegar á leiðinni.
Það má hins vegar í fyrsta lagi deila um hvað valdi efnahagslægðinni um þessar mundir. Vefþjóðviljinn myndi ekki fría hina ríkisreknu seðlabanka Vesturlanda allri ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á því ódýra fjármagni sem gat af sér húsnæðis- og verðbréfabólur.
En það sem er mikilvægara er að vörnin fyrir frjálsan markað hvílir ekki á því að alltaf sé rífandi hagvöxtur. Það neitar því enginn að menn geti farið illa að ráði sínu á frjálsum markaði og tapað eigin fé og einnig fé sem aðrir hafa treyst þeim fyrir. Það er meira að segja mikilvægt að afleiðingar rangra ákvarðana komi fram með þessum hætti.
Megin ástæðan fyrir frjálsum markaði er nefnilega siðferðileg en ekki efnisleg. Það er siðferðileg spurning hvort menn megi starfa við það sem þeim sýnist og selja þjónustu sína óhindrað hvert og hverjum sem er. Stuðningsmenn frjáls markaðar svara henni játandi vegna þess að þeim er annt um frelsi einstaklingsins. Hagvöxturinn er aukageta.
Á
Ókeypis kynningaráskrift! Viðskiptavinum Bóksölu Andríkis býðst nú ókeypis eins árs kynningaráskrift að Þjóðmálum. Tilboðið gildir til morguns og gagnast þeim sem panta bækur úr bóksölunni. |
morgun rennur út ágætt tilboð í tilefni þriggja ára afmælis Bóksölu Andríkis. Þeir, sem kaupa eina bók eða fleiri, í Bóksölu Andríkis í dag eða á morgun og ekki eru þegar áskrifendur að Þjóðmálum fá því í kaupbæti eins árs kynningaráskrift að tímaritinu hér innanlands. Og þegar það er haft í huga, að ársáskrift að Þjóðmálum kostar 4.500 krónur en ódýrasta bók Bóksölunnar 1.500 krónur, þá sést að Andríki hefði hæglega getað tekið þátt í útrásinni undanfarin ár án þess að skera sig úr.