Laugardagur 9. ágúst 2008

222. tbl. 12. árg.

T veir þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Árni Páll Árnason og Ellert B. Schram, hafa á síðustu dögum kallað eftir því í fjölmiðlum að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði kastað fyrir róða og nýr saminn í hans stað. Rökin fyrir því að þetta beri að gera eru að stjórnarsáttmálinn sé á úreltur og ónothæfur og hafa báðir þingmennirnir séð sérstaka ástæðu til að nefna Evrópumálin í því sambandi.

Þetta er athyglisvert í ljósi fullyrðinga ýmissa annarra í forystusveit Samfylkingarinnar, þá ekki síst formanns flokksins, um að stjórnarsáttmálinn yrði ekki hindrun í veginum ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Það er ljóst að þeir Árni og Ellert hafa aðra skoðun á málinu og gera sér grein fyrir því að stjórnarsáttmálanum þyrfti að breyta, ásamt mörgu öðru, ef menn hefðu hug á að sækja um aðild.