Miðvikudagur 6. ágúst 2008

219. tbl. 12. árg.

E r hugsanlegt að íslenskir fjölmiðlar hafi skyndilega minni áhuga á að gera verðsamanburð milli Íslands og Evrópulanda? Þetta var reglulegur þáttur í sjónvarpsfréttum og blöðum framan af síðasta ári. Fréttamenn voru sendir í stórmarkaði í stórborgum Evrópu og látnir tína sömu vörur í innkaupakörfur og kolleger þeirra hér á landi. Verðmunurinn hljóp jafnan á tugum prósenta Íslandi í óhag og Sigmundar Ernir sjónvarpsstöðvanna voru jafn tilbúnir í settinu með jahérna og hneykslun er fréttinni lauk.

Nú hefur verðlag í Evrópu hækkað um tugi prósenta í íslenskum krónum. Bjórinn á börnunum á Köben kominn í 800 krónur.

En þótt verðlag á Íslandi hafi þokast nær því sem gengur og gerist í Evrópu um stund breytir það engu um að með lækkun innflutningsgjalda og auknu frelsi í innflutningi mætti bæta kjör íslenskra neytenda verulega.

Björgvin G. Sigurðsson var með miklar yfirlýsingar um væntanleg afrek sín í þeim efnum er hann tók við sem viðskiptaráðherra á síðasta ári. Hvar eru efndirnar?

Ætlaðist hvorki hann né aðrir til þess að mark væri tekið á gasprinu?