Minister, the traditional allocation of executive responsibilities has always been so determined as to liberate the ministerial incumbent from the administrative minutiae by devolving the managerial functions to those whose experience and qualifications have better formed them for the performance of such humble offices, thereby releasing their political overlords for the more onerous duties and profound deliberations which are the inevitable concomitant of their exalted position. |
-Sir Humphrey Appleby. |
K jarni hinna léttu bresku sjónvarpsþátta Yes Minister og síðar Yes Prime Minister er valdabarátta kjörinna stjórnmálamanna og embættismanna sem enginn kaus. Sennilega er þekktasta persóna þáttanna hinn margslungni og málglaði ráðuneytisstjóri Sir Humphrey Appleby sem ávallt er fyrst og fremst umhugað að tryggja hag embættismannakerfisins breska, koma í veg fyrir að völd þess minnki og starfsmönnum fækki. Sem allra mest skriffinnska er því afar æskileg að hans mati og því torskildara sem regluverkið er fyrir venjulegt fólk – sem og stjórnmálamenn – því betra.
„Það er því kannski ekki að undra að regluverk ESB stækki og stækki með degi hverjum og sé nú yfir 170 þúsund blaðsíður ef marka má rannsókn gerða af bresku hugveitunni Open Europe í mars á síðasta ári. Forystumenn ESB eru reyndar fyrir nokkru síðan farnir að viðurkenna að þarna sé mikið vandamál á ferðinni og hafa ítrekað heitið því að tekið yrði á því en árangurinn hefur verið lítill sem enginn.“ |
Vafalaust eru margir þeirrar skoðunar að í þáttunum sé í þágu gamanseminnar dregin upp afskaplega ýkt mynd af því hvernig hlutirnir geta gengið fyrir sig. En það er þó alls ekki svo að þeir eigi ekkert erindi við raunveruleikann. Ekki er þannig langt síðan Günther Verheugen, sem hefur með iðnaðarmál að gera í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lýsti því yfir að allar tilraunir til að koma böndum á reglugerðaframleiðslu ESB hefðu verið gerðar að engu af valdamiklum embættismönnum sem störfuðu fyrir framkvæmdastjórnina vegna þess að þeir teldu að öll skref í átt til minni skriffinnsku þjónuðu ekki þeirra eigin hagsmunum.
Það er því kannski ekki að undra að regluverk ESB stækki og stækki með degi hverjum og sé nú yfir 170 þúsund blaðsíður ef marka má rannsókn gerða af bresku hugveitunni Open Europe í mars á síðasta ári. Forystumenn ESB eru reyndar fyrir nokkru síðan farnir að viðurkenna að þarna sé mikið vandamál á ferðinni og hafa ítrekað heitið því að tekið yrði á því en árangurinn hefur verið lítill sem enginn. Og ef litið er til ummæla Verheugens kemur það svo sem ekki á óvart. Þó verður ekki hjá því komist að geta þess að Verheugen sjálfur er embættismaður sem enginn kaus og hefur ekkert lýðræðislegt umboð til setu í framkvæmdastjórn ESB frekar en aðrir sem þar sitja en hafa engu að síður miklu meiri völd yfir þeim málaflokkum sem þeir hafa yfir að segja en viðkomandi ráðherrar í ríkisstjórnum aðildarríkjanna.
Reglugerðafargan ESB er reyndar orðið svo yfirþyrmandi að því hefur jafnvel verið haldið fram að kostnaðurinn af því fyrir aðildarríkin sé orðinn meiri, og jafnvel margfalt meiri, en ávinningur þeirra af innri markaðinum. Og fréttir hafa borist af því á undanförnum árum að leiðandi evrópsk fyrirtæki hafi í vaxandi mæli beint fjárfestingum sínum til svæða utan ESB þar sem reglur eru einfaldari. Ýmsir hagsmunaaðilar innan ESB sem og ríkisstjórnir einstakra aðildarríkja hafa um árabil kvartað sáran yfir reglugerðaframleiðslunni og þannig er ekki langt síðan forseti samtaka þýskra iðnfyrirtækja, Jürgen Thumann, tók svo djúpt í árinni að segja aðildarríki ESB vera að kremjast undir lamandi skriffinnsku í Brussel og kallaði eftir því að dregið yrði úr reglugerðafarganinu ESB um að minnsta kosti fjórðung.
Lengi mætti halda áfram á þessum nótum enda af nógu að taka. Ekki verður hins vegar hjá því komist að minnast að lokum á Stjórnarskrá ESB, Lissabon-sáttmálann, sem telur fleiri hundruð blaðsíður af torskildum og að sumra mati algerlega óskiljanlegum lagatexta. Með öðrum orðum alveg eftir forskrift embættismannanna í Brussel.