U ndanfarin ár hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndað meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. Skyndilega stekkur Samfylkingin úr þeim meirihluta – án þess að nokkuð hafi enn frést um málefnalegan ágreining sem ekki hafi verið hægt að brúa – og myndar nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum. Aðeins eitt hefur enn verið upplýst um það sem nýi meirihlutinn ætlar að gera en fyrri meirihluti gerði ekki: Oddviti Samfylkingarinnar verður bæjarstjóri.
Allt í góðu með það. Fyrst meirihluti lýðræðislegra kjörinna bæjarfulltrúa vill þetta, þá verður svo að vera og svo sæta þeir dómi kjósenda í lok kjörtímabilsins.
En ætli íslenskum fréttamönnum takist að rifja upp „klækjastjórnmála“-viðtölin við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur frá því í janúar? Eða ætli það séu bara klækjastjórnmál þegar Samfylkingin missir meirihluta? Ætli þeir sem skipulögðu mótmælaferðir í Ráðhúsið séu núna á leiðina í bæjarstjórnarsalinn í Grindavík? Eða þeir sem voru reiðir í Bolungarvík þegar vinstrimenn misstu völdin þar í vor.
Þetta allt munu íslenskir fréttamenn fjalla um af miklum áhuga.