Ý
Gluggað í The Freeman. |
msar hugmyndaveitur í Bandaríkjunum halda árlega sumarnámskeið fyrir ungt áhugafólk um þjóðmál hvaðanæva úr veröldinni. Umsóknarfrestur fyrir næsta sumar rennur í flestum tilvikum út á næstu vikum. Vefþjóðviljinn getur óhikað mælt með nokkrum þessara sumarskóla. Þeir eiga það allir sammerkt að þar gefst gott færi á að sofa minna og hugsa meira.
The Institute for Humane Studies (IHS) við George Mason háskóla í Virginíu býður upp á fjölbreytt úrval vikulangra námskeiða. Þau eru haldin á háskólagörðum vítt og breitt um Bandaríkin en mörg þeirra liggja vel við beinu flugi frá Íslandi. Námskeiðin eru endurgjaldslaus og ekki þarf heldur að greiða fyrir gistingu eða mat á meðan þeim stendur.
Sömuleiðis er óhætt að mæla með sumarnámskeiðum á vegum The Foundation for Economic Education (FEE) sem haldin eru rétt utan New York borgar. FEE starfar einkum í anda austurríska skólans í hagfræði, að hætti Mises og Hayek. FEE gefur út tímaritið The Freeman og á sér langa og merkilega sögu í hugmyndabaráttunni. Þessi námskeið eru endurgjaldslaus og gisting og annar kostur einnig í hinum gömlu og skemmtilegu húsakynnum FEE á 19. aldar setri.
Áhugamenn um umhverfis- og auðlindamál, jafnt ungir sem hinir eldri, ættu að kíkja á hvað Property and Environment Research Center (PERC) í Klettafjöllunum hefur upp á að bjóða á sumrin. Þar á meðal eru námskeið fyrir stúdenta, blaðamenn, kennara og fólk sem hefur umhverfismál á einhvern hátt að starfi. Meginmarkmið PERC er að leita leiða til að virkja markaðsöflin í þágu umhverfisins. Námskeiðin fara öll fram í hinu stórbrotna umhverfi Bozeman í Montana.