Beint á móti húsi hans bjó Arimas nokkur, maður sem var jafn illgjarn og hann var svipljótur. Hann var uppfullur af drambi, illa haldinn af beiskju og til að bæta gráu ofan á svart var þetta drepleiðinlegur gáfumaður. Þar sem honum hafði mistekist að komast áfram í veröldinni, hefndi sín með því að hallmæla henni … |
– Voltaire, Zadiq eða örlögin |
F rjáls verslun hefur töluvert borið á góma í forkosningum forsetakosninganna í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að það er langt síðan og hún hefur átt sér jafn fáa talsmenn í kosningum. Sá eini sem heldur merki frjálsrar verslunar á lofti er Ron Paul. Eitt af því sem töluvert er rætt er í kosningunum er hvort eigi að greiða fólki bætur með einum eða örðum hætti ef það missir vinnu sína vegna erlendrar samkeppni þegar frjálsræði er aukið.
Hagfræðingurinn Steven Landesburg skrifaði grein í New York Times nú nýverið þar sem hann hafnaði þeirri skoðun. Hann bendir á að í frjálsum viðskiptum hagnist báðir aðilar. Þegar samkeppni að utan lækki laun í Bandaríkjunum, þá meira en bætir lægra vöruverð skaðann. Margir segi því sem svo að þá geti skattgreiðendur vel bætt þeim sem þoli lægri laun eða starfsmissi skaðann.
„Á sjávarútvegurinn eða starfsmenn í honum rétt á mótvægisaðgerðum þegar á móti blæs? Ef þeir eiga það, hvað þá með bankamenn? Nú virðist hafa þrengst nokkuð að hag íslenskra banka í bili, hins vegar hefur lítið heyrst um mögulegar „mótvægisaðgerðir“ þvert á móti hefur áskriftarblað eitt hér í bæ fagnað erfiðari tímum hjá bankamönnum og talið það ásamt lækkun hlutabréfa jákvætt skref í átt til aukins jafnaðar í þjóðfélaginu!“ |
Landesburg er ekki sammála þessu, hann bendir á að allt þjóðfélag hagnist á frjálsum viðskiptum. Þeir sem telji sig bera skarðan hlut frá borði í frjálsum viðskipum þegar til dæmis tollum er aflétt eru enga að síður í miklu betri stöðu en þeir væru án frjálsrar viðskipta, enda hvílir siðmenning okkar á viðskiptum í stað sjálfsþurftarbúskapar. Hvers vegna ættu þeir einungis eiga tilkall til ágóða af viðskiptum en ekki bera áhættuna?
Landesburg spyr líka hvers vegna bætur ættu einungis að koma til þegar að um viðskipti á milli landa sé að ræða. Hvað með þegar fólk fer að kaupa vöru á netinu ódýrar en hjá kaupmanninum á horninu, á það þá að bæta kaupmanninum skaðann?
Landesburg reifar þau mögulegu mótrök að tollar hafi varað lengi og fólk byggt væntingar í ljósi þeirra. Þessar væntingar eigi fólk rétt á að séu varðar. Hann telur þetta nokkurn veginn jafngilt því að einelti hafi varað lengi og því hafi bullurnar myndað væntingar sem þær eigi rétt á að séu varðar! Enda bæði tollar og einelti í skjóli ofbeldis.
Þetta er nokkuð áhugavert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mótvægisaðgerðir. Á sjávarútvegurinn eða starfsmenn í honum rétt á mótvægisaðgerðum þegar á móti blæs? Ef þeir eiga það, hvað þá með bankamenn? Nú virðist hafa þrengst nokkuð að hag íslenskra banka í bili, hins vegar hefur lítið heyrst um mögulegar „mótvægisaðgerðir“ þvert á móti hefur áskriftarblað eitt hér í bæ fagnað erfiðari tímum hjá bankamönnum og talið það ásamt lækkun hlutabréfa jákvætt skref í átt til aukins jafnaðar í þjóðfélaginu! Jafnframt hefur blaðið náðarsamlegast líst því yfir að það geti leitt til að atvinnulífið verði nær því sem alvitrir pennar blaðsins telja jafnvægi! Það er óhætt að segja að skrípamyndir af hinum öfundsjúku verða aldrei jafn fáránlegar og öfundarmennirnir sjálfir.
Rök Landesburg fyrir því að það sé ekkert réttlæti í því að fyrirtækjum séu bættar upp afleiðingar samkeppni, eru sannfærandi. En það er líka full ástæða til að efast um að jafnvel þótt full samstaða væri um slíkar aðgerðir að þær heppnuðust. Fá lönd hafa gengið í gegnum jafn róttækar breytingar og Ísland á síðastliðnum tveimur áratugum. En hver hefði séð fyrir að hvaða atvinnugreinar það yrðu sem hafa drifið velmegunina hér á landi síðastliðinn ár? Og hefðu menn talið að nýjar atvinnugreinar eins og ferðamennsku, stóriðju eða fjármálastarfsemi röskuðu „eðlilegu jafnvægi“ atvinnulífsins?
Það eru engar nefndir og ráð sem finna upp á því að framleiða gervilimi, tölvuvogir eða samheitalyf svo fátt eitt sé nefnt, jafnvel ekki þótt nefndirnar séu með aðkomu heimamanna og velþóknun leiðarahöfunda. Enda voru það ekki opinberar aðgerðir sem komu því til leiðar, heldur hitt að við hættum loðdýrarækt og fiskeldi og öllum því sem stjórnmálamönnunum hafði komi til hugar. Við hættum að reiða okkur lausnir, reiddum okkur ekki á annað en frelsið og fólk fann lausnir.