Föstudagur 4. janúar 2008

4. tbl. 12. árg.

T ímaritið Mannlíf telur víst að Sjálfstæðisflokkurinn logi stafna á milli vegna sundrungar og deilna. Ómar R. Valdimarsson rakti nýlega á vef sínum hvaða heimildarmenn ritstjóri Mannlífs hefur fyrir þessari vargöld innan stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Þar er valinn maður í hverju rúmi.

Viðmælandi Mannlífs, sem gjörþekkir til málefna Sjálfstæðisflokksins.
Reykvískur sjálfstæðismaður.
Áhrifamaður í flokknum.
Viðmælandi Mannlífs.
Maður sem þekkir vel til í borgarstjórnarflokknum.
Einn viðmælenda Mannlífs.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Viðmælandi sem gjörþekkir til.
Einn af helstu foringjum flokksins.
Þingmaður Samfylkingarinnar.
Einn af viðmælendum Mannlífs.
Annar viðmælandi.
Gamalreyndur stjórnmálamaður.
Þingmaður sem þekkir vel til.
Einn viðmælandinn.
Þingmaður.

Stjórnmálaflokkur með um 40 þúsund félagsmenn er að springa í loft upp vegna innbyrðis átaka flokksmanna en um það finnur Mannlíf ekki einn einasta heimildarmann sem gengur undir nafni.

Í slenskir vinstri menn halda því mjög á lofti að svonefndir sexmenningar í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna hafi fellt meirihluta Framsóknarmanns og Sjálfstæðisflokks. Það er vafalítið rétt metið hjá þeim að til framtíðar er mestur akkur fyrir þá að koma höggi á unga fólkið í borgarstjórnarflokknum fremur en þá sem báru mesta ábyrgð á málum REI og Orkuveitunnar.

Þrátt fyrir allt voru það sexmenningarnir sem sögðu hingað og ekki lengra í REI-málinu. Eru vinstri menn að segja að það hafi verið rangt af sexmenningunum og þeir hefðu frekar átt að hleypa málinu alla leið til að halda í völdin og Björn Inga Hrafnsson?