Miðvikudagur 12. desember 2007

346. tbl. 11. árg.

Þ að var alveg agalega skemmtilegt að ungur maður á Akranesi blekkti starfsmenn Hvíta hússins í nafni forseta Íslands og væri því sem næst búinn að fá forseta Bandaríkjanna í símann á fölskum forsendum. Gaman að fá hann í viðtal. Skemmtilegur strákur.

Það var stóralvarlegt mál þegar ungur maður á Akranesi tók upp á því að blekkja fréttamenn til að taka viðtal við rangan mann. Þar var hann að draga FRÉTTAMENN á asnaeyrunum, upptekna menn, fulltrúa almennings.

B óksala Andríkis hefur frá því í haust sent viðskiptavinum erlendis bækur gegn 600 króna sendingargjaldi á keypt eintak. Sending innanlands er hins vegar innifalin í verði bókar sem fyrr. Nú fer hins vegar að styttast til jóla og þeir viðskiptavinir bóksölunnar erlendis sem vilja að bækur berist til þeirra fyrir hátíðina þurfa að hafa snör handtök við pantanir.