N ú þegar búið er að sameina einkafyrirtækið Geysi Green Energy, borgarfyrirtækið Reykjavík Energy Invest og nokkra milljarða til viðbótar úr sjóðum Orkuveitu Reykjavíkur í „stærsta jarðvarmafyrirtæki í heimi“ hafa ýmsir spekingar komið fram fyrir alþjóð og dásamað mikilvægi þess að fjármunir Reykvíkinga séu notaðir til að draga úr samkeppni á þessu sviði. Þannig megi kreista meira út úr mögulegum viðskiptavinum fyrirtækjanna vítt og breitt um heiminn. Sérstaka athygli vekur að Morgunblaðið, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar og borgarfulltrúar hennar styðja þessa viðleitni íslensku orkufyrirtækjanna til samblásturs gegn orkukaupendum í ýmsum fátækum ríkjum.
Þeir vilja ekki að einhvað lið í þróunarlöndunum, Djíbúti, Tansaníu og Erítreu, geti leitað tilboða hjá fleiri en einu íslensku fyrirtæki á þessu sviði. Enda tala fáir meira um mikilvægi þróunaraðstoðar.
E inu sinni voru til Jarðboranir ríkisins. Þær voru seldar, einkavæddar, með mjög góðum árangri. Nú er Reykjavíkurborg hins vegar orðin stærsti eigandi Jarðborana. Gamli góði … opinberi reksturinn.