Föstudagur 5. október 2007

278. tbl. 11. árg.

R ætt var við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra i fréttum Ríkisjónvarpsins í gærkvöldi og hann spurður um kaupréttarsamninga starfsmanna Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur rökstuddi samningana meðal annars með eftirfarandi orðum:

Ég man ekki betur en starfsmenn Orkuveitunnar hafi fengið að kaupa bréf í Línu-net á sínum tíma þegar það var stofnað. Þannig að þetta er svona verklag sem hefur viðgengist hjá fyrirtækjum.

Nú, var þetta svona hjá Línu.neti? Þá þarf ekki frekari vitna við. Betri fyrirmynd er ekki til.

S töð 2 sagði í gærkvöldi frá því að „milljónir bítlaunnenda“ hefðu fengið þau skilaboð frá Yoko Ono, ekkju tónlistarmannsins Johns Lennons, að þeir ættu endilega að fara í heimsókn til Íslands. Þetta þótti fréttastofunni hin mesta landkynning.

Bítlaunnendur eru einmitt svo ánægðir með Yoko Ono og framlag hennar til bítlanna.