278. tbl. 11. árg.
R ætt var við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra i fréttum Ríkisjónvarpsins í gærkvöldi og hann spurður um kaupréttarsamninga starfsmanna Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur rökstuddi samningana meðal annars með eftirfarandi orðum:
Ég man ekki betur en starfsmenn Orkuveitunnar hafi fengið að kaupa bréf í Línu-net á sínum tíma þegar það var stofnað. Þannig að þetta er svona verklag sem hefur viðgengist hjá fyrirtækjum. |
Nú, var þetta svona hjá Línu.neti? Þá þarf ekki frekari vitna við. Betri fyrirmynd er ekki til.
S töð 2 sagði í gærkvöldi frá því að „milljónir bítlaunnenda“ hefðu fengið þau skilaboð frá Yoko Ono, ekkju tónlistarmannsins Johns Lennons, að þeir ættu endilega að fara í heimsókn til Íslands. Þetta þótti fréttastofunni hin mesta landkynning.
Bítlaunnendur eru einmitt svo ánægðir með Yoko Ono og framlag hennar til bítlanna.