Mánudagur 20. nóvember 2006

324. tbl. 10. árg.

Þ eir hafa haft rétt fyrir sér, kaffihúsaspekingarnir og álitsgjafarnir, það sást í prófkjöri Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Árum saman hafa þeir endurtekið, hver eftir öðrum, að Magnús Stefánsson sá þingmaður Framsóknarflokksins sem sé í bestum tengslum við grasrót flokksins, tali máli hins almenna flokksmanns, sé samviska flokksins. Hins vegar sé í flokknum dæmigerður fulltrúi hins einangraða valdakjarna, forystu sem sé ekki í tengslum við rætur sínar, Kristinn H. Gunnarsson.

Var það ekki örugglega svona sem menn hafa lagt málin upp undanfarin ár? Þegar fjölmiðlar hafa belgst af vangaveltum um hugsanleg formanns-, varaformanns- og ritaraframboð Magnúsar sem myndi sýna forystunni í tvo heimana?

Eða var það kannski öfugt? Að það hafi verið Kristinn H. Gunnarsson sem hafi alltaf verið sagður fulltrúi hins almenna framsóknamanns en Magnús maður sem enginn vildi. Getur það verið?