Reykjavíkurborg sýni fordæmi um gjaldskyld bílastæði við vinnustaði sína. |
– Úr nýrri framkvæmdaáætlun samgöngustefnu Reykjavíkurborgar. |
Þ
Það eru fleiri með hauspoka vegna bílastæðamála en frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Frá bílastæðum við Landspítala Fossvogi. |
að á eiginlega allt að vera frítt, ókeypis og gjaldfrjálst hjá Reykjavíkurborg. Þjónusta borgarinnar á að vera óháð efnahag, segja þeir, og eina leiðin til þess er að hafa hana gjaldfrjálsa. Það getur sparað fjölskyldunum stórfé að þurfa ekki að greiða fyrir þjónustu borgarinnar, ef marka má auglýsingar stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar. Þegar R-listinn hefur lokið sér af verður umræðan um að taka upp evru í stað krónu óþörf því allt verður gjaldfrjálst innan borgarmarkanna og engin ástæða til að ómaka sig á því að ganga um með gjaldmiðil. En á þessari stefnu er þó sú undantekning að nú stefnir R-listinn að því að taka gjald fyrir bílastæði við stofnanir sínar á borð við skóla, leikskóla, bókasöfn og félagsmiðstöðvar. Hatrið á einkabílnum er svo stækt að gjaldfrjálsu stefnunni er jafnvel ýtt til hliðar. Eða svo segir í það minnsta í nýrri framkvæmdaáætlun samgöngustefnu R-listans fyrir borgina.
Bæði núverandi borgarstjóri og borgarstjóraefni Samfylkingarinnar hafa hins vegar þvertekið fyrir að þessari framkvæmdaáætlun verði hrint í framkvæmd enda felist það í orðanna hljóðan og eðli máls að framkvæmdaáætlun komi áætluðum framkvæmdum ekki við heldur sé hún hugmyndabanki þangað sem borgarfulltrúar leggi inn ýmsa óra, drauma og þrár.
Í framkvæmdaáætluninni segir einnig að víkja beri frá kröfum um bílastæði þegar byggð er þétt. Þetta þýðir með öðrum orðum að þegar R-listaflokkarnir veita byggingarleyfi í grónum hverfum munu þeir ekki krefja hönnuði húsa um að gert verði ráð fyrir bílastæðum við nýju húsin. Það þýðir með öðrum orðum að bílastæðum per íbúð fækkar í götunni en í mörgum götum eldri hverfa er þegar mikill bílastæðaskortur. Lausn R-listans á bílastæðaskortinum virðist sú að auka hann svo mjög og þrengja að einkabílnum með öllum öðrum tiltækum ráðum að fólk neyðist til að selja bílana. Þetta er sama skömmtunarhugsun og R-listinn er frægur fyrir í lóðamálum. Þar taldi hann vænlegast að stöðva byggingu nýrra úthverfa og hætta lóðaúthlutunum í nýjum hverfum til að beina fólki inn í borgina og þétta byggð. Fólkið fór hins vegar í Kópavoginn, suður með sjó og austur fyrir heiðar. Byggðin hefur aldrei verið gisnari.
Við Landspítalann (Borgarspítalann) í Fossvogi stendur nýlegur málmkassi á fæti sem fljótt á litið virðist vera hengi fyrir svartan ruslapoka. Þegar gægst er undir pokann kemur í ljós glænýr gjaldmælir eða sjálfsali frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar. Landspítalinn, sem er ríkisstofnun, óskaði eftir því að Bílastæðasjóður setti sjálfsalann upp og Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar mun hafa brugðist skjótt og vel við því.