Ánæstu vikum berast fasteignaeigendum álagningarseðlar fasteignagjalda sem samanstanda í flestum tilvikum af fasteignaskatti, lóðarleigu, vatnsskatti, holræsagjaldi og sorphirðugjaldi. Sum sveitarfélög, eins og Seltjarnarnes, innheimta þó hvorki holræsagjald né lóðarleigu. Það er auðvitað afar mikilvægt að þessi gjöld séu borin saman milli sveitarfélaga þannig að sveitarstjórnarmenn hafi aðhald hver af öðrum. Á myndinni hér að neðan má sjá slíkan samanburð fyrir 153 fermetra íbúð með 25 fermetra bílskúr sem metin er af fasteignamati ríkisins á tæpar 29 milljónir króna.
<!––> <!––>
Eins og sjá má kemur Seltjarnarnes best út úr þessum samanburði. Fasteignagjöld eru ásamt útsvari helstu tekjulindir sveitarfélaga en af þessum sveitarfélögum leggur Seltjarnarnes einnig lægsta útsvarið á íbúa sína svo að ekki er það að bæta sér lág fasteignagjöld upp með því að hafa útsvarið í toppi.
Annað sem er athyglisvert er að það virðist ekkert samhengi milli stærðar sveitarfélaganna og þeirra gjalda sem þau leggja á íbúa sína. Hagkvæmni stærðarinnar virðist hafa minna að segja en margur sameiningarsinninn heldur.