Þ
Ótrúlega margir fjölmiðlamenn hafa allt sitt kjaftavit upp úr vinstrablaðinu The New York Times og hafa engan áhuga á öðrum sjónarmiðum. |
ví var slegið upp í vestrænum fjölmiðlum á dögunum að bandaríska dagblaðið The New York Times hefði lýst yfir stuðningi við John Kerry í komandi forsetakosningum. Þetta þótti hin mesta frétt, mikið innlegg í kosningabaráttuna og Kerry mjög til framdráttar. Það er hreinlega eins og Marsbúar hafi sett slíkar fréttaskýringar saman – svona að því gefnu að Marsbúar viti lítið sem ekkert um jarðnesk stjórnmál. Það er akkúrat engin frétt í því fólgin að The New York Times styðji frambjóðanda demókrata, blaðið gerir það alltaf. Og það er ekki bara upp á síðkastið, ekki bara Gore gegn Bush eða Clinton gegn Dole eða Clinton gegn Bush, nei nei, The New York Times studdi Dukakis gegn Bush, Mondale gegn Reagan, Carter gegn Reagan, og svo framvegis. The New York Times hefur stutt hvern einasta frambjóðanda demókrata eftir 1956. Í einstökum málum tekur blaðið eins neikvæða afstöðu í garð Bandaríkjanna og það treystir sér til. Sá söngur glymur af ritstjórnarsíðum og úr dálkum þessa blaðs ár eftir ár, áratug eftir áratug. Meira að segja njósnarar Sovétmanna, eins og til dæmis Alger Hiss, þeir áttu skjól hjá „stórblaðinu“ The New York Times sem aldrei trúði á sekt þeirra heldur skrifaði og skrifaði um ofsóknir sem blessaðir mennirnir yrðu fyrir.
Á Vesturlöndum láta fréttamenn hins vegar eins og The New York Times sé virðulegt stórblað. Ótal Vesturlandabúar treysta þessu blaði til að draga upp rétta mynd af heimsmálum og vitna svo í pistlahöfunda þess með velþóknun.
ÞÞað var ekki sanngjarnt hjá Agli Helgasyni að stilla Pétri Blöndal aftur upp með fjórum vinstrimönnum í þætti sínum á Stöð 2 í gær. Auk Péturs og Egils sátu í settinu þeir Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur á Fréttablaðinu og Jónas Kristjánsson leiðarahöfundur á DV. Vefþjóðviljinn bíður því eins og aðrir eftir kröfugerð frá aðgerðahópi femínista um að Egill ráði bót á þessu ójafnrétti með því að Pétri verði skipt út fyrir konu af vinstri kantinum svo umræðan verði í meira jafnvægi milli vinstrimanna af báðum kynjum.