Miðvikudagur 8. maí 2002

128. tbl. 6. árg.

ESBSOFNUDURINNEf mark væri takandi á málflutningi svonefndra Evrópusinna mætti ætla að hér byðu fram nokkrir stjórnmálaflokkar sem hefðu aðild efst á blaði. Svo er reyndar ekki heldur hefur aðeins einn flokkur farið fram með þetta mál í kosningar og mátti minnstu muna að hann þurrkaðist út í þeim hremmingum. Hver hefði þá átt að taka við skuldum Alþýðubandalagsins? Þeir sem fylgjast með þessari einkennilegu umræðu átta sig einnig fljótt á því að Evrópusamtökin eru ekki lengur samtök manna víðs vegar að úr þjóðfélaginu, eins og þau voru hér áður, heldur lítill hópur skrifblóka hjá stofnunum ESB. Starf samtakanna er enda í algjörum lamasessi og heimasíða þeirra var síðast uppfærð í október árið 1997.

Menn átta sig einnig á því að hér starfa önnur sérkennileg samtök á kostnað skattgreiðenda sem senda látlaust „fréttatilkynningar“ um allt hvaðeina jákvætt sem gerist í heiminum og tengist Evrópusambandinu á einhvern hátt. Er það allt að ein tilkynning á dag enda margt gott að frétta. Stundum rata þessar tilkynningar í blöð og fréttatíma sem fréttir. Rétt er að halda því til haga að þessi samtök hafa einnig verið með látlausar kröfur um að hækka skatta hér landi og berjast einnig gegn því að tollar séu lækkaðir á neysluvörum til almennings. Samtök iðnaðarins eru því ekki aðeins andvíg því að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki heldur vilja þau einnig að skattar séu hækkaðir og fleiri verði á framfæri hins opinbera eins og samtökin sjálf.

Þetta eru sumsé þeir aðilar sem hafa verið mest áberandi í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þetta eru raunar sömu aðilar og kvarta mest undan því að vandaða umræðu um málið skorti. Stendur heima.