Ef marka má skoðanakönnun Gallups sem birt var á dögunum þá er einn af hverjum þremur kjósendum Samfylkingarinnar fyrir tveimur árum nú búinn að sjá að sér og styður hana ekki lengur. Samfylkingunni hefur því enn sem komið er ekki aðeins mistekist að bæta við það fremur litla fylgi sem hún hafði, heldur láta stuðningsmennirnir sig hverfa einn af öðrum. Er það kannski ekki að undra þegar horft er til alkunnrar stefnufestu flokksins, en hann kynnir sig sem frjálslyndan flokk einn daginn en sem stjórnlyndan flokk næsta dag og er yfirleitt í dag á móti því sem hann lagði til í gær og öfugt. Þetta leiðir að breyttu breytanda hugann að einni þeirra bóka sem koma út nú fyrir jólin, Grannmeti og átvöxtum, sem geymir ljóð Þórarins Eldjárns og myndskreytingar Sigrúnar systur hans.
Í bókinni eru 100 ljóð, ætluð börnum og öðru barnalegu fólki til skemmtunar, full af útúrsnúningum, orðaleikjum og öðrum undarlegheitum sem lesendur Þórarins þekkja vel. Þar er meðal annars lítið ljóð um framabrölt kýrinnar Kusu en eins og menn muna þá gaf hún kost á sér til kúaþings nýlega en varð svo fljótt að sjá á bak stuðningsmönnum sínum:
Kusa var í kjöri Hún kveikti á frelsiskyndli Hundar hlógu og jusu |
|