Frá því var grein í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ú tfærsla Íslendinga á GATT-samkomulaginu hefði leitt til þess að verð á grænmeti hefði hækkað en upphaflega hugmyndin með GATT var að draga úr viðskiptahindrunum þannig að fólk um allan heim gæti notið þess að kaupa landbúnaðarafurðir á sem hagstæðustu verði. Í fréttinni var sagt frá því að tollaverndin hér leiddi til þess að innflutt grænmeti væri að öllu jöfnu 30% dýrara en það sem framleitt er hér á landi en það væri mun ódýrara en það innlenda ef innflutningur væri frjáls frá tollum ríkisins.
Innflutningshömlur af þessu tagi virðast við fyrstu sýn ef til vill bara vera skattur á erlenda framleiðendur. En það eru þó íslenskir neytendur sem greiða skattinn þegar þeir kaupa erlent grænmeti. En geta íslenskir neytendur þá ekki bara keypt íslenska framleiðslu? Verð á íslenskri framleiðslu er mun hærra en verð á erlendu grænmeti væri ef það væri flutt til landsins án þess að þola mörghundruð prósenta tolla. Mismunurinn á verði grænmetis á heimsmarkaði og á íslenska grænmetinu er styrkur íslenskra neytenda til íslenskra grænmetisframleiðenda. Örfáir grænmetisframleiðendur halda þannig þjóðinni í gíslingu með aðstoð pólítíkusa.