Mánudagur 10. maí 1999

130. tbl. 3. árg.

atmicon.gif (5155 bytes)
atmicon.gif (5155 bytes)

Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kjördag var Margrét Frímannsdóttir enn að vandræðast með „almenna koltvíoxíðskattinn“ sem Fylkingin lofaði að leggja á landsmenn. Og þá kom upp úr dúrnum að það var ekki hugmynd Fylkingarinnar að hækka skatta á eldsneyti heldur að „skipta um nafn“ á þeim sköttum sem þegar eru á eldsneytinu! Þetta er athyglisvert þar sem í stefnuskrá Fylkingarinnar segir: „Sett verði heildarlöggjöf um umhverfis- og mengunarskatta. Meðal þeirra er almennur koltvíoxíðsskattur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, gjöld vegna álags á náttúru og umhverfi og skattalegar ívilnanir til að draga úr mengun og bæta umhverfið.“ Ætli þeir sem eru hræddastir við hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa viti af því að það er nóg að skipta um nafn á sköttum til að draga úr útblæstrinum?

Eftir kosningarnar á laugardaginn hefur mönnum orðið tíðrætt um hverjir séu sigurvegarar þeirra. Hafa þar ýmsir verið nefndir, en þó hefur einn því miður gleymst. Á síðasta kjörtímabili var Mörður Árnason varaþingmaður Þjóðvaka. Þjóðin hefur greinilega fylgst með störfum hans og metið þau, því í kosningunum var hann með glæsibrag endurkjörinn sem varaþingmaður, að þessu sinni fyrir Fylkinguna. Mörður er því ótvírætt einn af sigurvegurum kosninganna.