Laugardagur 10. apríl 1999

100. tbl. 3. árg.

Starfsmenn Ríkisútvarpsins eru sérstakir. Eins og menn vita eru í fréttatímum fréttir lesnar í þeirri röð sem mikilvægi þeirra þykir   benda til. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær var röðin því sú að fyrst var í löngu máli fjallað um það að við lögregluleit heima hjá reykvíkingi hefði sama dag fundist hellingur af klámi. (Ath. fréttin var ekki um innrás lögreglunnar heldur „glæp“ mannsins). All nokkru síðar kom frétt sem þá líklega snertir færri og skiptir minna máli: Forseti Rússlands hótar heimsstyrjöld. Rússar hyggjast beina kjarnavopnum að vestrænum ríkjum.

Aumingja Yeltsin, allt gengur honum í mót. Þarna hefur hann ætlað að vekja ugg og skelfingu en verður svo fyrir því að sama dag vitnast um hræðilega glæpastarfsemi sem önnur tíðindi falla að sjálfsögðu í skuggann af.

Þetta sá Þjóðvaki fyrir. Eins og Margrét Sæunn Frímannsdóttir hefur bent á þá eru utanríkismál ekki til umræðu að þessu sinni. Þjóðvakaframboðið hefur enga skoðun á þeim. Þar er hvort eð er ekkert að gerast!

Laissez Faire bókaklúbburinn er með útsölu nú í apríl og býður 15% afslátt af öllum bókum sínum. Þar má bæði finna klassísk meistaraverk um stjórnmál, heimspeki, hagfræði o. s. frv. og nýlegar bækur sem hrist hafa upp í umræðunni.

lfb.jpg (23945 bytes)
lfb.jpg (23945 bytes)