Keppni maríjúanaræktenda á Spáni var haldin í Madrid í síðustu viku. Þar komu menn med plöntur sínar og kepptu um verðlaun fyrir fegurstu plöntuna, mestu gæðin og þar fram eftir götunum. Keppnin var látin átölulaus að mestu af yfirvöldum enda eignarhald á kannabisefnum ekki bannað þar í landi. Einn maður var þó handtekinn. Hann hafði gerst sekur um að sýna ekki lögreglu skilríki sín er hann var beðinn um það.
Þótt eignarhald á kannabisefnum sé ekki bannað á Spáni eru hins vegar öll viðskipti með efnin og plönturnar bönnuð. Sá sem vill eignast hinn forboðna ávöxt er því setur í sérkennilega stöðu. Hann þarf að fremja „afbrot“ til að komast yfir löglega vöru Menn geta þó erft kannabisplöntur sem er löglegt með öllu. Sumir fæðast með silfurskeið í munni, aðrir með hass í garðinum.
Nýlega var sett upp enn ein heimasíða þeirra sem efast um að rétt sé að banna fólki að nota önnur fíkniefni en áfengi, tóbak og súkkulaði. Hér er svo önnur síða þar sem finna má gott yfirlit yfir heimasíður þeirra sem efast.
Alþýðubandalagið hefur sett upp heimasíðu þar sem finna má upplýsingar um störf og stefnu flokksins. Eini flokkurinn á Alþingi sem hefur enga heimasíðu er hinn „nútímalegi“ jafnaðarmannaflokkur, Alþýðuflokkurinn.