væri nær að selja Ríkisútvarpið. Flokkurinn væri ekki aðeins að fara eftir þeirri stefnu sem hann var upphaflega stofnaður um heldur myndi hann firra sig sífeldum vandræðum vegna mannaráðninga hjá Ríkisútvarpinu.
Eilífar fréttir af svonefndum kjaraviðræðum eru skelfilega…
leiðinlegar. Ekki síst í fréttum sjónvarps þar sem myndefni af göngum karphússins fylgir með ár og síð. Hvað kemur það venjulegu fólki við hvernig gengur að berja saman einhverja kjarasamninga sem fáir fara eftir?
Rétt enn einu sinni gerir Gallup könnun…
þar sem kemur í ljós að meiri hluti landsmanna vill aðskilnað ríkis og kirkju og fer sá hluti vaxandi. Sennilega og réttilega þykir mönnum óeðlilegt að ríkið skipti sér af trúmálum. En er ekki jafn óeðlilegt að ríkið skipti sér af fræðslumálum þ.e. uppfræðslu og innrætingu æskunnar? Menn er ekki skikkaðir til að mæta í kirkju en skólaskylda er vissulega fyrir hendi. Trúfrelsi er mikilvægt en uppfræðslufrelsi einnig. Aðskilnað ríkis og skóla, takk.