Fimmtudagur 4. september 1997

247. tbl. 1. árg.
Stundum má ráða af þeim námskeiðum…
sem boðið er upp á hvar gróskan er mest í þjóðfélaginu. Þannig voru Internetnámskeið mjög vinsæl í fyrra. Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands er fyrirferðamikil á námskeiðahaldi. Þar er margt forvitnilegt á boðstólum. Meðal þess er námskeiðið Danska fyrir ríkisstarfsmenn. Námskeiðið er ætlað ríkisstarfsmönnum sem starfs síns vegna þurfa að sitja fundi á Norðurlöndum, segir í auglýsingu frá Endurmenntunarstofnun. Og samkvæmt auglýsingunni er vissara að skrá sig tímanlega því námskeiðið mun vera fljótt að fyllast!