Á afstöðnu þingi var samþykkt þingsályktun um mótun…
opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þessi opinbera fjölskyldustefna hefur það markmið að efla fjölskylduna í nútímaþjóðfélagi. Einmitt það já. Mjög skýrt markmið eða þannig. Eins og alltaf þegar hið opinbera ætlar að bjarga málunum er stofnað ráð eða nefnd. Í þessu tilviki er það Fjölskylduráð. Samkvæmt fjölskyldustefnunni eiga fulltrúar í Fjölskylduráði að hafa víðtæka reynslu af málefnum fjölskyldunnar. Það á semsé að útiloka fanga í einangrunarvist frá setu í ráðinu!
Annað einkenni á aðgerðum ríkisvaldsins er hversu sérhagsmunahópar …
hafa mikil áhrif. Þessi nýja fjölskyldustefna er einmitt dæmi um það. Greinilegt er að ýmis konar vandamálafræðingar hafa plantað sínum hagsmunamálum í fjölskyldustefnuna. Svo vitnað sé í þingsályktunina á að hvetja til aðgerða á sviði fjölskyldumála í samfélaginu, stuðla að rannsóknum á högum og aðstæðum íslenskra fjölskyldna, staða og afkoma barnafjölskyldna í nútímasamfélagi verði könnuð sérstaklega, forvarnir vegna áfengis- og vímuefnaneyslu verði auknar og auka stuðning við fjölskyldurannsóknir og fræðslu um fjölskylduáætlanir. Það blasir því við að þessi fjölskyldustefna er fyrst og fremst fyrir fagfólkið í félagsmálageiranum. Opinbera fjölskyldustefnan fjallar því um velferð kerfisins en ekki velferð fólks.