Laugardagur 28. júní 1997

179. tbl. 1. árg.

Það er af sem áður var þegar Margaret Thatcher og Ronald Reagan…
voru leiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna. Nú bugta leiðtogar þessara landa sig og beygja fyrir fulltrúum félagshyggjunnar. Þegar leppþing Kínverja verður sett ætla Tony Blair og Bill Clinton að senda fulltrúa sína á vettvang til heiðurs valdatöku félagshyggjuaflanna.

Af einhverri undarlegri ástæðu úthlutar nefnd…
á vegum Reykjavíkurborgar leyfum til leigubílaaksturs. Leyfin eru takmörkuð eins og kemur fram í verði akstursins. Það er líka vonlaust að setja hlutlausar reglur um úthlutun slíkra leyfa. Þótt vandinn sem oft skapast upp úr klukkan þrjú að nóttu um helgar sé fyrst og fremst vegna ósveigjanlegra reglna um afgreiðslutíma vínveitingahúsa eiga takmörguð leyfi til leigubifreiðaaksturs einnig hlut að máli.