Nú líður að 17. júní sem  er þjóðhátíðardagur Íslendinga. Sú hugmynd að öll  þjóðin… 
eigi að gleðjast þennan dag er  frekar undarleg. Eins og bent er á í haus blaðsins hafa  einungis einstaklingar vilja, en ekki þjóðir. 17. júní  árið 1944 var Ísland lýðveldi. Með því fluttist vald yfir  utanríkismálum úr höndum danskra valdsmanna til íslenskra  starfsbræðra þeirra. Danakonungur hætti að vera  þjóðhöfðingi en þjóðin fékk forseta. Frelsi einstaklinga  jókst ekki, þeir fengu bara nýja herra. Atburðinum má líkja  við ríkisstjórnarskipti. Sumum kann að þykja öllu skárra  að Sjálfstæðismenn séu við völd en Alþýðubandalagsmenn,  en grundvallarvandamálið er engu að síður það sama: Hópur  misviturra manna tekur völdin af einstaklingum og telur sig til  þess fallinn að hugsa fyrir aðra. Á  þjóðhátíðardaginn mun fyrirfólk landsins  safnast saman. Forsetinn afhendir hinum og þessum  ríkisstarfsmönnum verðlaun fyrir að aðstoða  stjórnmálamenn við að sóa skattfé. Og að sjálfsögðu  verða stjórnmálamennirnir sjálfir ekki útundan. Þeir hafa  að sjálfsögðu unnið ómetanlegt starf við að hafa vit  fyrir fólki. Skilningsskortur stjórnmálamanna á mikilvægi  einstaklinga hefur líklega aldrei komið jafn berlega fram og á  fimmtíu ára afmæli lýðveldisins árið 1994. Þá ákváðu  þeir að gefa þjóðinni gjöf. Gjöfina nefndu  þeir Lýðveldissjóð. Fé úr honum skyldi  að sjálfsögðu varið til góðra verka. En hver skyldi hafa  átt að borga brúsann?
Helgarsprokið 15. júní 1997
166. tbl. 1. árg.