Föstudagur 7. febrúar 1997

38. tbl. 1. árg.

7. febrúar 1997: Í nýjasta hefti Vísbendingar er bætt við umræðuna um fátækt…
hér á landi. Þar segir m.a.: ,,Sá aðili hérlendis sem fjallað hefur um fátækt á Íslandi er Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Aðferðirnar byggjast á því að reiknuð eru fátækramörk sem hlutfall af meðalatvinnutekjum. Þannig hefur Félagsvísindastofnun notað 50% að meðalatvinnutekjum sem fátækramörk. Aðferðafræðin er að því leyti gölluð að ef almenn breyting yrði til hins betra eða hins verra á kjörum almennings yrðu fátækir eftir sem áður jafnmargir. Auk þes er aðferðir gölluð því ekki er tekið tillit til eigna. Eldra fólk á oft skuldlausar eignir og hefur því ekki sambærilegar tekjuþarfir og yngra fólk sem þarf oft að greiða verulegan hluta launa sinna til að afla húsnæðis.