25. tbl. 1. árg.
25. janúar 1997: Jafnvel Framsóknarflokkurinn…
er hættur að gefa út dagblað og nú er Alþýðuflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn sem heldur því til streitu að senda fólki ,,flokkslínu“ daglega með útgáfu Alþýðublaðsins. Þetta er í samræmi við annað afturhald Alþýðuflokksins í fjölmiðlun en enginn þingmanna flokksins studdi lög um afnám einokunar Ríkisútvarpsins á sínum tíma. Það gerðu hins vegar allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og nokkrir þingmanna Framsóknarflokks. Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðuflokksins, var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn afnámi einokunarinnar. Hann ritaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu þar sem hann sagðist hafa verið fylgjandi frjálsu útvarpi en þó ekki getað stutt það!