24. tbl. 1. árg.
24. janúar 1997: Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Moggans…
að hann hefur farið hamförum síðustu misseri í umfjöllun sinni um fiskveiðistjórnunarmál. Hann lætur ekkert færi ónýtt til að reyna að skjóta rökum undir þá skoðun sína að nauðsyn sé að hækka skattbyrði í landinu með því að koma hér á veiðileyfagjaldi. Svo langt er gengið í áróðrinum að hósti einhver bæjarstjórn á Vestfjörðum gegn kvótakerfinu er því slegið upp á síðu 2, rétt eins og sú afstaða þeirra Vestfirðinga sé fréttnæm. Það kom því ýmsum á óvart að sjónarmið Árna Ragnars Árnasonar, þingmanns, um að kvótakerfið með frjálsu framsali aflaheimilda sé heppilegasta fyrirkomulagið, skyldi fá umfjöllun í blaðinu í gær. Þessi frétt var reyndar grafin fyrir aftan miðju í, en þó kann þetta að boða að heldur meira jafnvægis verði gætt í fréttaflutningi Moggans af málinu. Líklega hafa þetta þó bara verið mistök …