Sóttvarnalæknir telur látna

Notar ekki aðferðina sem hann sjálfur taldi áreiðanlegasta

Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir sendu frá sér yfirlýsingu 29. ágúst sl. um Covid og umframdauðsföll á Íslandi. Þar sagði m.a.:

Að okkar mati er áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda dauðsfalla af völdum COVID-19 sú að skoða heildarfjölda allra dauðsfalla, eins og að ofan er gert og meta umframdauðsföll.

Í viðtali við Mbl.is í dag kýs sóttvarnalæknir hins vegar að nota ekki þessa aðferð sem hann sjálfur taldi áreiðanlegasta fyrir aðeins tveimur mánuðum. Þess í stað þrengir hann skilgreininguna á látnum á Íslandi niður í aðeins þá sem hafa greinst með Covid fyrir andlát.

„Ef þú berð Ísland saman við Norðurlöndin erum við Íslendingar ennþá með lægstu dánartíðnina“, hefur blaðið svo eftir sóttvarnalækni.

Ef sóttvarnalæknir hefði hins vegar notað aðferðina sem hann telur „áreiðanlegasta“ gæti hann ekki haldið þessu fram. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Umframdauðsföll á Norðurlöndunum frá upphafi faraldurs.

Samkvæmt „áreiðanlegustu aðferðinni til að meta dauðsföll af völdum COVID-19“ er Ísland alls ekki með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndum.