Hauskúpurannsókn Pírata

Þótt gott fólk á Twitter hafi þegar rannsakað málið, gefið út ákæru og dæmt í því á nokkrum mínútum hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata krafist frekari rannsóknar þingnefndar á notkun hauskúpumynda á opinberum vettvangi.

Það verður að viðurkennast að Píratar eru í góðri aðstöðu til að afla gagna fyrir slíka rannsókn. Ekki er útilokað að í ljósi framkominna gagna muni þeir einnig hefja frumkvæðisrannsókn á notkun krosslagðra lærleggja og sköflunga.

Hér eru nokkur sönnunargögn sem Píratar hafa viðað að sér í gegnum tíðina og birt á vef sínum og Facebook.