Andríki var stofnað árið 1995. Félaginu er ætlað að kynna frjálslyndar stjórnmálahugmyndir með útgáfu og öðru starfi. Hinn 24. janúar 1997 hóf félagið daglega útgáfu á vef sínum undir nafninu Vefþjóðviljinn sem síðan hefur verið hryggjarstykkið í starfi félagsins. Hinn 1. ágúst 2005 opnaði félagið bóksölu á vef sínum þar sem nokkrir tugir bóka og tímarita um stjórnmál, sögu, heimspeki, umhverfismál og fleira eru til sölu.

Andríki er áhugamannafélag. Félagið fjármagnar starfsemi sína, útgáfu, þýðingar, gerð viðhorfskannana, auglýsingar og rekstur á vef, með frjálsum framlögum. Margir hafa styrkt félagið mánaðarlega frá fyrstu útgáfudögum Vefþjóðviljans. Hér má bætast í þann afbragðs hóp.

Félaginu stýrir fimm manna stjórn.

Með ritstjórn á vef félagsins fara nú: Glúmur Jón Björnsson, ábm. og Hörður H. Helgason.

Hafa má samband við félagið í netfang þess andriki[hjá]andriki.is og í síma 551 7500 á skrifstofutíma.