Kjósum áfram skattalækkanir

Mynd: Yadid Levy/Norden.org

Skattalækkanir bæta lífskjörin bæði beint með því að auka ráðstöfunartekjur heimilanna og jafnframt auka þær svigrúm til frekari sóknar í atvinnulífinu.

Nýleg niðurfelling tolla og vörugjalda á mörg hundruð vörutegundir hefur til að mynda auðveldað nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl hér á landi með þeim áhrifum að verðlag hefur lækkað og vöruúrval aukist til hagsbóta fyrir bæði heimilin og fólk í atvinnurekstri sem þarf ýmis aðföng til rekstursins.

Lækkanir á tekjuskatti einstaklinga hafa haft sömu áhrif og launahækkanir fyrir launþegan án þess þó að auka launakostnað fyrirtækjanna. Tekjuskattslækkun er því launahækkun sem veldur ekki hækkun á vörum og þjónustu fyrirtækjanna.

laekkunlaekkunlaekkunFrekari lækkun tryggingagjalds mun auka svigrúm fyrirtækja til kjarabóta og nýrra verkefna án þess að það komi fram í verðlagi.

Halda þarf áfram á þeirri braut sem stjórnvöld hafa fetað undanfarin ár með þeirri lækkun skatta sem þegar hefur orðið:

  • Neðra þrep tekjuskatts einstaklinga var lækkað.
  • Milli þrep tekjuskatts var afnumið. Skattur á tekjur á bilinu 230 – 780 þúsund lækkaði þar með úr 40,3% í 36,9%.
  • Almenn vörugjöld voru felld niður.
  • Almenna þrep virðisaukaskatts var lækkað úr 25,5% í 24%.
  • Tollar voru felldir niður af flestum vörum að frátöldum búvörum.
  • Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað.
  • Frítekjumark húsaleigutekna var hækkað (greiddur skattur af 50% í stað 70% tekna).
  • Tryggingagjald var lækkað úr 7,69% í 6,85%.
  • Eignarskattar voru lagðir niður með brotfalli svonefnds auðlegðarskatts.
  • Stimpilgjöld af fyrstu íbúðarkaupum voru felld niður.
  • Nýting séreignasparnaðar vegna íbúðakaupa og greiðslu skulda var gerð skattfrjáls.

Kosningarnar eftir tvær vikur snúast ekki síst um hvort haldið verði áfram að lækka skatta undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða rykkt verði harkalega í stýrið og snúið aftur á braut þeirra skattahækkana sem menn fengu að kynnast á árunum 2009 – 2013.