Trump gefst upp fyrir öfgaíslam

Mynd. Shutterstock/UbjsP.

Með tilraun sinni til að stöðva allar ferðir fólks frá sjö löndum til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði hefur Donald Trump forseti Bandaríkjanna í raun gefist upp fyrir öfgaíslam – og það eftir aðeins viku í embætti.

Hann hefur varpað gildum vestræna réttarríkisins og góðra stjórnarhátta fyrir róða.

Öfgaíslam hefur haft betur á kostnað frelsis og reisnar.

Hryðjuverkamennirnir náðu loks verulegum árangri.

Það er langur vegur frá því sem Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna lýsti í kveðjuræðu sinni árið 1989 til þessara tilburða núverandi forseta.