Frábært fyrir fisk, fugl, flóru og fólk

Votlendisgróður undir Kirkjufelli. Mynd: Shutterstock.

Það er ekki aðeins á Íslandi sem menn eru átta sig mikilvægi votlendis fyrir lífríkið.

Í þessu stutta myndbandi sem horfa má á hér að neðan gefur á að líta alveg hreint ótrúlega breytingu á landi sem var ræst fram fyrir hálfri öld en var nýlega vætt aftur með því að moka ofan í framræsluskurði.

Lífríkið hefur hreinlega sprungið út á Granger búgarðinum í Montana í Bandaríkjunum eftir að þessar 500 ekrur voru færðar til fyrra horfs. Fugl, fiskur og flóra hafa tekið við sér. Fjöldi tegunda hefur margfaldast.

Ævintýri líkast.

Líkt og hér hefur áður verið sagt frá hefur Sigríður Á. Andersen alþingismaður dregið það fram með fyrirspurnum sínum til umhverfisráðherra að framræst land á hér á landi ber ábyrgð á yfir 70% af losun gróðurhúsalofttegunda. Til samanburðar eru bílar með innan við 4% af losuninni.

Í greininni „Endurheimt votlendis“ sem Sigríður og Haraldur Benediktsson, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rituðu 19. júlí í Morgunblaðið segir:

Auk þess að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda hefur endurheimt votlendis fleiri jákvæða þætti í för með sér. Votlendi heldur jafnvægi í vatnsbúskap, það tekur við vatni í vætutíð og veitir því frá sér í þurrki. Þetta er mikilvægt fyrir ár og læki, ekki síst þar sem laxfisk er að finna. Votlendi er sömuleiðis mikilvægt búsvæði margra fugla og plantna og styður þannig við lífræðilega fjölbreytni landsins.

Endurheimt votlendis þarf ekki að bitna á ræktarlandi því aðeins er talið að um 15% hins framræsta lands hér á landi séu nýtt sem ræktarland. Það er því af nógu að taka án þess að ræktarland sé skert. Þá má ætla að vegna viðhaldsleysis á framræsluskurðunum hafi land í einhverjum mæli leitað í fyrra horf. Það kann því að vera að víða sé hægt að endurheimta votlendi með tiltölulega litlum tilkostnaði. Um þetta kann okkur að skorta meiri þekkingu og tölulegar upplýsingar. Endurheimt votlendis krefst skipulagningar og markvissra vinnubragða.

Í þessu liggja talsverð sóknarfæri fyrir bændur og aðra landeigendur því bæði einstaklingar og fyrirtæki vilja í auknum mæli geta kynnt starfsemi sína sem kolefnishlutlausa með því að jafna losun sína út með einhverjum hætti. Víða hefur endurheimt votlendis heppnast með ágætum hér á landi og ætti því að koma vel til greina til kolefnisjöfnunar. Mikilvægt er að sú reynsla og þekking sem þegar er til staðar sé gerð aðgengileg fyrir landeigendur og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum til endurheimtar á þessum mikilvægu landgæðum.

Sigríður stendur fyrir morgunverðarfundi um þetta mikilvæga mál á þriðjudaginn kemur þar sem áhersla er lögð á frjálst framtak í þessum efnum.

votlendisfundur30082016px560

Það var ríkið sem stóð fyrir og styrkti menn til framræslunnar á síðustu öld. Á fundinum verða meðal annars kynntar leiðir til að endurheimta votlendi án þess að senda skattgreiðendum reikninginn.