Gullgrjón og grænfriðungar

Eru grænfriðungar að fremja glæp gegn mannkyni? Svo spyr Bjorn Lomborg í greininni „Greenpeace’s deadly war on science“ í New York Post í fyrradag.

Þar leggur Lomborg út af því að 110 Nobelsverðalaunahafa skoruðu nýlega á Greepeace að láta af andstöðu við erfðabreytt matvæli, ekki síst svokölluð gullgrjón (golden rice) sem gætu bjargað milljónum manna í þróunarlöndunum.

Efðabreytt matvæli hafa verið uppnefnd „Frankenfæða“ í snjallri hræðsluherferð gegn þeim sem Greenpeace hefur stutt af krafti. En slík uppnefni eiga ekki rétt á sér. Fyrir tveimur mánuðum birti National Academies of Sciences skýrslu þar sem erfðabreytt matvæli voru sögð „jafn örugg“ og matvæli sem eru ekki erfðabreytt. Evrópusambandið ályktaði sömuleiðis að undangengnum 130 rannsóknum á 25 árum að „enn sem komið er séu engar vísindalegar sannanir fyrir því að erfðabreytt matvæli séu hættulegri umhverfinu eða fæðu en venjulegar plöntur og lífverur.“

Fleiri rannsóknir leiða til sömu niðurstöðu. Engar vísbendingar eru um að erfðabreytt matvæli séu hættuleg.

En hvers vegna tekur Greenpeace ekki mark á vísindunum? Hví reyna samtökin að hindra og tefja að milljónir manna fái fæðu við hæfi? Lomborg gerir kenningu eins Nobelsverðlaunahafans, Sir Richard Roberts, að sinni:

Hræðsluáróðurinn virkar vel til fjáröflunar.

Vefþjóðviljinn 198. tbl. 20. árg.